Hleð......

Á níunda hundrað komin á biðlista hjá Bjargi

 

Mikill áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félaginu.

Skráning á biðlista hófst þann 15. maí. Allar umsóknir sem bárust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafnræðis þar sem reiknað var með að einhvern tíma myndi taka að koma upplýsingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðildarfélögum BSRB og ASÍ.

Nú hefur verið dregið um röð umsækjendanna 818 á biðlistanum og geta þeir sem sóttu um séð hvar þeir standa með því að fara inn á vef Bjargs og skoða „mínar síður“. Ein númeraröð er fyrir alla óháð íbúðartegund eða staðsetningu. Áfram er hægt að skrá sig á biðlistann og er skráningum raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds hefur verið innt af hendi.


Meira

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

 

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins á stjórnarfundi föstudaginn 8. júní, að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings bandalagsins.

Elín Björg var kjörin formaður á þingi bandalagsins í október 2009 og mun því hafa gegnt embættinu í níu ár þegar hún lætur af störfum á 45. þingi BSRB. Það fer fram dagana 17. til 19. október næstkomandi.

„Verkefnin undanfarin ár hafa verið bæði gefandi og krefjandi og það hefur verið mér mikil ánægja að hafa fengið að sinna þeim fjölbreyttu störfum sem mér hafa verið falin,“ segir Elín Björg.

„Bandalagið hefur á undanförnum árum tekist á við mörg stór og mikilvæg mál og það hefur verið ánægjulegt að sjá þann árangur sem við höfum náð. Það er mín skoðun að það sé hollt fyrir bandalagið að endurnýja forystuna reglulega og í því ljósi tók ég þá ákvörðun að stíga til hliðar á þinginu okkar í haust,“ segir hún.

 

Ný heimasíða

Ný heimasíða er hér með tekin í gagnið fyrir Samflotið, gamla síðan var barn síns tíma og nýttist ekki lengur.

Samhliða því að taka nýju síðuna í gagnið þá verður stofnuð fésbókarsíða undir nafni Samflotsins. 

Er það von stjórnar félagsins að þessi nýja síða og fésbókin verði félagsmönnum til gagns og upplýsinga.

Félagmenn eru hvattir til að tjá sig um þessar breytingar og hvað þeim finnst um þær á fésbókarsíðunni.

 

Sumarorlof, "fyrstur kemur fyrstur fær".

Nú er frágangur vegna sumarumsóknartímabilsins liðinn og búið að opnað fyrir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Það þýðir að félagsmenn geta farið inn á orlofsvefinn og pantað sér hús, íbúð eða kort og hótelmiða og gengið frá pöntun og borgað strax.

Opnað verður fyrir helgarleigu í íbúðum á Reykjavíkursvæðinu en vikuleiga verður áfram í orlofshúsum annars staðar.

Rétt er að benda á að ennþá eru laus tímabil í okkar flotta orlofshúsi á Torrevieja á Spáni og geta félagsmenn pantað beint á netinu í gegnum orlofsvefinn.

Orlofsnefnd Samflots óskar félagsmönnum aðlildafélaga Samflots gleðilegs sumars og vonar að það verði okkur öllum gott og afslappað.

 

f.h. orlofsnefndar  

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Orlofsblaðið 2018

Orlofsblað Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 25. maí - 14. sept. þann 13. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 20. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá undir Orlofsvefur hér fyrir ofan.

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Upp