Hleð......

Samkomulag um Samflot

SAMFLOT er samstarfsvettvangur bæjarstarfsmannafélaga á Íslandi við undirbúning og vinnu í tengslum við kjarasamninga félaganna við viðsemjendur þeirra.

  1. grein

Með samkomulagi SAMFLOTS skuldbinda þau bæjarstarfsmannafélög sem undir það rita, sig til að ljúka við og framfylgja sameiginlega kjarasamningum sem eru með gildistíma til 30. sept. 2014 við Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) og 31. mars 2014 við Samninganefnd ríkisins (SNR).

  1. grein

Samkomulag SAMFLOTS skuldbindur hvert félag til að leggja fram vinnu, hvort sem um er að ræða vinnu frá einstaklingi eða hópum ef formannafundur SAMFLOTS fer þess á leit.

  1. grein

Samkomulag SAMFLOTS skuldbindur hvert félag til að greiða sinn hlut í kostnaði við undirbúning og gerð kjarasamninga sem og eftirfylgni og framkvæmd þeirra.

  1. grein

Atkvæðavægi aðildarfélaga SAMFLOTS fer sem hér segir:

       Fyrir fyrstu 300 félagsmenn 1 atkvæði

       Fyrir hverja 300 félagsmenn til viðbótar eða brot úr þeirri tölu 1 atkvæði.

  1. grein

Aðalfundur SAMFLOTS er æðsta vald félagsins. Formannafundur ákveður hvenær aðalfundur skal haldinn.

Dagskrá aðalfundar eru:

  1. Kosning fundastjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla framkvæmdanefndar
  3. Skýrsla gjaldkera
  4. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu
  5. Skýrslur fulltrúa í nefndum fyrir SAMFLOTS, FOS sjóður, Þróunar og símenntunarsjóður, Úrskurðarnefnd um starfsmat, Mannauðssjóður, Aðrar    nefndir.
  6. Kosning formanns
  7. Kosning 4 í framkvæmdanefnd SAMFLOTS
  8. Kosning fulltrúa í ráð og nefndir SAMFLOTS
  9. Önnur mál.

SAMFLOTIÐ greiðir kostnað fyrir fulltrúa með atkvæðisrétt.

Hverju félagi er heimilt að senda  fleiri  fulltrúa til aðalfundar en atkvæðamagn segir til um en greiðir fyrir þá allan kostnað.

  1. grein

Formenn aðildarfélaganna fara með stjórn SAMFLOTS milli aðalfunda.

Þeir skipa samninganefnd SAMFLOTS og skipta með sér verkum eftir aðstæðum.

Framkvæmdanefnd skal skipuð 4 fulltrúum, auk formanns Samflots sem jafnframt er formaður framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd fer með daglega stjórnun og skipulag á verkefnum SAMFLOTS og öðru því sem formannafundur ákveður. Framkvæmdanefnd skiptir að öðru leiti með sér verkum.

Heimilt er að kjósa gjaldkera utan stjórnar SAMFLOTS og ber hann ábyrgð á reikningum og bókhaldi ásamt framkvæmdanefnd.

  1. grein

Formannafundir SAMFLOTS hafa heimild til að fela framkvæmdanefnd að ráða starfsmann til tímabundinna verkefna hvort heldur sem um er að ræða verkefni í tengslum við gerð kjarasamninga eða önnur félagsleg málefni.

  1. grein

Undirritun sameiginlegs kjarasamnings er jafnframt yfirlýsing samninganefndar hvers SAMFLOTS-félags á samstarfi við framkvæmd kjarasamninga.

  1. grein

Samkomulag þetta gildir út samningstímann.

Þannig samþykkt á aðalfundi Samflots 15. okt. 2011.

Upp