Hleð......

Gleðilegan 1. maí

 

Ágætu félagsmenn.

Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti- og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí klukkan 21:00.

Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hugleiðingar launafólks víða af á landinu einkenna þáttinn. Meðal listamanna sem koma fram eru Emilíana Torrini og vinir, Margrét Rán og félagar, Fjallabræður, Skoffín, Moses Hightower, Jakob Birgisson uppistandari og Öreigarnir (blásarasveit Samma og Co).

Það er nóg til er yfirskrift 1. maí að þessu sinni. „Það er nóg til“ er orðatiltæki sem flestir Íslendingar þekkja og nota gjarnan þegar gest ber að garði. Fólki er boðið að njóta veitinga með viðkvæðinu „fáðu þér, það er nóg til“. En undirliggjandi meining er ekki síður „ekki vera feimin við að fá ykkur, við viljum deila með ykkur“.

Afkoma samfélagsins á Íslandi á fyrri hluta 21. aldarinnar er þrátt fyrir allt með því besta sem þekkist í sögunni. Við búum í landi sem er ríkt af auðlindum – bæði af hendi náttúrunnar og mannauði. Með góðum vilja og réttum ákvörðunum getum við öll notið mannsæmandi lífskjara á Íslandi. Það er nóg til!

Þar sem engar verða kröfugöngurnar verður hægt að sýna stuðning sinn við baráttu verkalýðshreyfingarinnar í verki með því að merkja prófílmyndina sína á Facebook 1. maí. Við hvetjum til þátttöku í baráttudeginum á Facebook og svo til áhorfs á RÚV um kvöldið.

Að dagskránni í Sjónvarpinu og viðburðum á samfélagsmiðlum standa eftirfarandi heildarsamtök launafólks: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

Úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið lokið.

 

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið og tölvupóstur sendur á umsækendur hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki.  Alls sóttu 77 um og úthlutað var 51. viku.

Félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 5. apríl að greiða sína úthlutun. Eftir að greiðslufrestur er liðinn verður húsinu/íbúðinni úthlutað til annara hafi greiðsla ekki borist.

Geti einhver ekki nýtt sér þessa úthlutun er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að tilkynna það með tölvupósti á samflot@samflot.is eða í síma 899-6213 sem allra fyrst svo hægt verði að lofa öðrum sem sóttu um en fengu ekki, að njóta.

Orlofsvefurinn verður svo opnaður að nýju 9. apríl og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“

Hafi einhver sem les þetta og sóti um, ekki fengið tölvupóst er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við formann í síma 899-6213

F.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots,

Guðbjörn Arngrímsson

Orlofsblað Samflots 2021

 

Ágætu félagsmenn

Nú er orlofsblaðið að berast félagsmönnum. Blaðið er sent rafrænt í ár til félagsmanna og biðjum við þá sem ekki fá blaðið að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags og gefa upp netfang svo hægt verði að senda á blaðið til þeirra. Á skrifstofunum er líka hægt að fá blaðið útprentað fyrir þá sem það vilja.

Umsóknartímafrestur fyrir sumarorlofið hefst 19. mars og stendur til 26. mars og þann 27. mars verður úthlutað úr umsóknum.

9. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 29. maí til 3. september.

Orlofsblaðið má finna undir orlofsvefur í stikunni hér fyrir ofan.

Vonandi njótum við öll sumarsins.

f.h. orlofsnefndar

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213

Félagsmannasjóðurinn Katla

 

Búið er að opna fyrir umsóknir í Kötlu félagsmannasjóð sem er sjóður þeirra stéttarfélaga BSRB og félagsmanna þeirra sem aðild eiga að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Allir sem unnu eitthvað á árinu 2020 eiga rétt á að sækja um úr sjóðnum.

Félagsmenn sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020. 

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars.

Greitt verður úr sjóðnum í apríl, nánari upplýsingar á https://katla.bsrb.is/ 

Sækja um hér: https://minarsidurkatla.bsrb.is/innskraning/?ReturnUrl=%2fdefault.aspx 

 

 

Desemberuppbót 2020

Desemberuppbót fyrir árið 2020 er sem hér segir:

Fyrir starfsmenn sveitarfélaga:  kr.  118.750

Desemberuppbót er greidd 1. desember ár hvert Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði, skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót.

Fyrir ríkisstarfsmenn: kr. 94.000

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Orlofsfréttir

 

Af ófyrirséðum ástæðum verður íbúðinni í Sóltún lokað fyrir útleigu frá 3. nóv. 2020 til 31.mars 2021.

Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þessu og reynt verður að finna aðra íbúð sem kemur í staðinn.

með félagskveðju

Stjórn orlofspakka Samflots.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SFV og Samflots fyrir Hornbrekku og Fellsenda

 

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um kjarasamning milli  Samflots, f.h. Starfsmannafélags Fjallabyggðar vegna Hornbrekku í Ólafsfirði og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu vegna Fellsenda í Dalabyggð annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu SFV, hins vegar, með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

            Á kjörskrá voru:            57
            Atkvæði greiddu            46  eða 80.70% 
            Já sögðu                       29  eða 63.04% af greiddum atkvæðum 
            Nei sögðu                      12  eða 26.09% af greiddum atkvæðum 
            Auðir seðlar                    5  eða 10.87% af greiddum atkvæðum 

 

Samningurinn er því samþykktur.

Þetta tilkynnist hér með,

f.h. Samflots Bæjarstarfsmannafélaga

Guðbjörn Arngrímsson formaður.

1. maí baráttudagur launafólks.

 

Í fyrsta skipti í nærri öld mun íslenskt launafólk ekki koma saman í kröfugöngu og ganga á baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi. Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir skemmtidagskrá í Sjónvarpinu að kvöldi 1. maí.

Kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir hefðbundna dagskrá þann 1. maí, enda samkomubann í gildi í landinu. Þetta verður því í fyrsta skipti síðan árið 1923 að íslenskt launafólk safnast ekki saman þennan dag til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Þess í stað munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40.

Stjórn Samflots óskar félagsmönnum aðildarfélaga Samflots til hamingju með daginn og hvetur þá til að fylgjast með dagskrá dagsins.

Hér má sjá 1. maí ávarp Sonju Þorbergsdóttur 

Til hamningu með daginn launafólk.

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður Samflots

Úthlutun um sumarorlof lokið

 

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið og tölvupóstur sendur á umsækendur hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki.  Alls sóttu 55 um og úthlutað var 43 vikum.

Félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 20. apríl að greiða sína úthlutun. Eftir að greiðslufrestur er liðinn verður húsinu/íbúðinni úthlutað til annara hafi greiðsla ekki borist.

Geti einhver ekki nýtt sér þessa úthlutun er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að tilkynna það með tölvupósti á samflot@samflot.is eða í síma 899-6213 sem allra fyrst svo hægt verði að lofa öðrum sem sóttu um en fengu ekki, að njóta.

Orlofsvefurinn verður svo opnaður að nýju 24. apríl og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“

Hafi einhver sem les þetta og sótii um ekki fengið tölvupóst er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við formann í síma 899-6213

F.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots,

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Umsóknartímabil sumarorlofstímabilsins 2020

 

Ágætu félagsmenn

Umsóknartímafrestur fyrir sumarorlofið hefst 7. apríl og stendur til 14. apríl, og þann 15. apríl verður úthlutað úr umsóknum.

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 29. maí til 11. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði er í orlofsblaðinu okkar sem sent var á félagsmenn fyrir stuttu. 

Orlofsblaðið má sjá hér að ofan undir ORLOFSVEFUR.

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

Vonandi njótum við sumarsins þrátt fyrir þessa óværu sem er að angra okkur þessar vikurnar. 

f.h. orlofsnefndar

Guðbjörn Arngrímsson

Upp