Úthlutun um sumarorlof lokið
Ágætu félagsmenn
Nú er lokið úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið og tölvupóstur sendur á umsækendur hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki. Alls sóttu 55 um og úthlutað var 43 vikum.
Félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 20. apríl að greiða sína úthlutun. Eftir að greiðslufrestur er liðinn verður húsinu/íbúðinni úthlutað til annara hafi greiðsla ekki borist.
Geti einhver ekki nýtt sér þessa úthlutun er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að tilkynna það með tölvupósti á samflot@samflot.is eða í síma 899-6213 sem allra fyrst svo hægt verði að lofa öðrum sem sóttu um en fengu ekki, að njóta.
Orlofsvefurinn verður svo opnaður að nýju 24. apríl og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“
Hafi einhver sem les þetta og sótii um ekki fengið tölvupóst er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við formann í síma 899-6213
F.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots,
Guðbjörn Arngrímsson
formaður