Úrslit í atkvæðagreiðslum um kjarasamninga
Ágæti félagsmaður
Nú er lokið atkvæðagreiðslu um kjarasamninga þá sem undirritaðir voru 9. mars s.l. við ríki og sveitarfélög. Atkvæðagreiðslan var sameiginleg með öllum 7 aðildarfélögum Samflots.
Atkvæðagreiðslan um samninginn við sveitarfélögin fór þannig:
Á kjörskrá voru: 931
Atkvæði greiddu 574 eða 61.7%
Já sögðu 490 eða 85.4% af greiddum atkvæðum
Nei sögðu 56 eða 9.8% af greiddum atkvæðum
Auðir seðlar 28 eða 4.9% af greiddum atkvæðum
Og atkvæðagreiðslan um samninginn við ríkið fór þannig:
Á kjörskrá voru: 126
Atkvæði greiddu 77 eða 61.1%
Já sögðu 67 eða 87.0% af greiddum atkvæðum
Nei sögðu 5 eða 6.5% af greiddum atkvæðum
Auðir seðlar 5 eða 6.5% af greiddum atkvæðum
Samningarnir eru því báðir samþykktir.
Þetta tilkynnist hér með.
Guðbjörn Arngrímsson