Hleð......

Stytting vinnuvikunnar

Eitt af stærstu baráttumálum BSRB er að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Hluti af því viðamikla verkefni er að stytta vinnuvikuna, án þess að laun skerðist á móti. Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við og geta því ekki notið samveru með fjölskyldu og vinum eins mikið og til dæmis aðrar Norðurlandaþjóðir.

Stefna BSRB er að lögfesta þurfi styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðingar. Rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiðir til aukinnar ánægju í starfi og aukinna afkasta. Þá mun heilsa og vellíðan landsmanna batna með styttri vinnudegi og jafnrétti kynjanna aukast.

Til að vinna að framgöngu þessa baráttumáls hefur bandalagið meðal annars beitt sér fyrir því að stofnað verði til tilraunaverkefna svo hægt sé að meta árangurinn af slíkri styttingu hér á landi. Tilraunaverkefni BSRB og Reykjavíkurborgar hefur staðið frá árinu 2015 en tilraunaverkefni BSRB og ríkisins hófst í byrjun apríl 2017.

Sjá nánar hér

Upp