Rafræn kynning og kosning um nýgerða kjarasamninga.
Ágæti félagsmaður í aðildarfélagi Samflots
Fyrirhugaðir kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga við Ríki og Sveit verða ekki haldnir vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu. Við teljum enga ástæðu til að storka fyrirmælum stjórnenda og hvað þá örlögum okkar félagsmanna og fjölskyldum þeirra.
Í rafrænum heimi sem flest okkar búa við, getum við komið því þannig fyrir að ítarlegt kynningarefni verður sett inná þessa heimasíðu og á BSRB síðunni, bsrb.is, verður líka efni sem hægt er að skoða, sjá neðar á síðunni.
Rafræn kosning fer svo af stað kl. 12.00 miðvikudag 18. mars og henni lýkur kl. 16.00 22. mars.
Hver og einn félagsmaður fær sendan tölvupóst eða SMS með atkvæðaseðli sem viðkomandi kýs með. Ef það er einhver misbrestur á að þið fáið atkvæðaseðil, hafið þá endilega samband við formann s: 899-6213 og við reynum að greiða úr því.
Það er von okkar að þetta óvenjulega fyrirkomulag við kosningu nýs kjarasamnings geti gengið upp og valdi ykkur ekki miklum óþægindum og eða óvissu. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir ykkar aðgengi og aðstoða á alla hugsanlegan hátt.
Hér fyrir neðan eru tenglar inn á kynningarefni sem við biðjum ykkur að kynna ykkur vel.
Kynningarefni fyrir önnur atriði í kjarasamningi við sveitarfélögin
Kynningarefni fyrir önnur atriði í kjarasamningi við Ríkið
Kjarasamningur við Sveitarfélögin
Við reynum svo að svara öllum spurningum sem upp koma hratt og vel á FB og svo má líka senda okkur tölvupóst í; samflot@samflot.is
F.h. stjórnar Samflots
Guðbjörn Arngrímsson