Orlofshús apríl - maí.
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í orlofshús og íbúðir til 29. maí en þá byrjar sumartímabilið.
Við erum ennþá með kerfið "fyrstur kemur fyrstur fær" og verður það þar til sumartímabilið hefst.
Við minnum á að orlofsblaðið sem kemur út í byrjun mars, verður sent rafrænt til félagamanna en ekki prentað, þetta er gert í hagræðingaskyni en ekki síður í anda umhverfisstefnu félaganna og heimsins alls.
Því er nauðsynlegt að allir félagmenn sendi netfangið sitt til síns félag, á skrifstofu eða til formanna félaganna.
Ef einhver óskar eindregið eftir því að fá blaðið prentað til sín skal hafa hafa samband við skrifstofur félaganna.
Orlofsnefndin