Orlofsblaðið 2018
Orlofsblað Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku.
Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 25. maí - 14. sept. þann 13. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 20. apríl.
Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213
Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.
Orlofsblaðið má sjá undir Orlofsvefur hér fyrir ofan.
F.h. orlofsnefndar samflots
Guðbjörn Arngrímsson