Hleð......

Orlofsblaðið 2018

Orlofsblað Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 25. maí - 14. sept. þann 13. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 20. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá undir Orlofsvefur hér fyrir ofan.

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Upp