Hleð......

Orlofsblað Samflots 2021

 

Ágætu félagsmenn

Nú er orlofsblaðið að berast félagsmönnum. Blaðið er sent rafrænt í ár til félagsmanna og biðjum við þá sem ekki fá blaðið að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags og gefa upp netfang svo hægt verði að senda á blaðið til þeirra. Á skrifstofunum er líka hægt að fá blaðið útprentað fyrir þá sem það vilja.

Umsóknartímafrestur fyrir sumarorlofið hefst 19. mars og stendur til 26. mars og þann 27. mars verður úthlutað úr umsóknum.

9. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 29. maí til 3. september.

Orlofsblaðið má finna undir orlofsvefur í stikunni hér fyrir ofan.

Vonandi njótum við öll sumarsins.

f.h. orlofsnefndar

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213

Upp