Hleð......

Opnað fyrir umsóknir á Spáni 2019

Ágæti félagsmaður.

Nú höfum við opnað við fyrir umsóknir um leigu á orlofshúsinu okkar, Mosfelli á Spáni, sem við höfum verið með aðgang að s.l. ár við góðar undirtektir. 
Húsið er á Torrevieja rétt hjá Alicante. Við bjóðum upp á tveggja vikna leigutímabil yfir sumartíma, en utan þeirra er hægt að panta sér eina viku í senn. 
Félagmenn eru beðnir að skoða það vel að skiptidagar eru þriðjudagar og á tímabilinu frá 30. apríl - 21. maí er hægt að panta eina eða tvær viku.
Síðan byrja sumartímabilin og eru þau sem hér segir: 21. maí - 4. júní, 4. - 18. júní, 18. júní - 2. júlí, 2. - 16. júlí, 16. - 30. júlí, 13. - 27. ágúst, 27. ágúst - 10. sept., 10. - 24. sept., 24. sept. - 8. okt. Eftir 8. okt. til með 3. des. er hægt að panta sér vikudvöl ef félagsmenn kæra sig um.

Flest flugfélög og ferðaskrifstofur eru með flug til Alicante á þriðjudögum og flest starfsmannafélög eru með skiptidag á þessum vikudegi. 

Til að fá nánari upplýsingar um húsið og umhverfið þess, fari á inn á slóðina; tilspanar.is og þar má finna er allt sem vita þarf um íbúðina.

Við höfum líka opnað fyrir umsóknir í öðrum bústöðum og íbúðum til 12. apríl. 

Við höfum sent bréf í tölvupósti til allra sem við erum með netföng hjá en það eru því miður ekki allir. Því biðjum við þá sem ekki hafa fengið tölvupóst frá okkur en sjá þetta á heimasíðunni, að fara inn á orlofssvæði sitt og skrá þar netfangið sitt eða koma því til okkar með því að senda tölvupóst á gudbjorn@fjallaskolar.is og komast þannig í samband við okkur. Eins biðjum við þá sem eru með netfang hjá okkur að láta vinnufélaga sína vita af þessum pósti.


Með bestu kveðjum,


Guðbjörn Arngrímsson 
formaður orlofsnefndar Samflots




 

 

Upp