ORLOFSPAKKINN
Búið að opna fyrir útleigu í desember og jól og áramót.
Um jól og áramót eru tvær vikur í boði í íbúðunum í Reykjavík þ.e. frá 21. til 28. des. fyrri vikan og svo frá 28. des. til 4. jan. seinni vikan. Þessar tvær vikur eru á vikuleigu en aðra daga í desember gildir helgarleiga.
Í bústöðunum er helgarleiga í boði allan desembermánuð.
Um næstu mánaðarmót verður svo opnað fyrir janúar til og með mars 2019.
Núna á næstu dögum kemur tölvupóstur til félagsmanna aðildarfélaga að orlofspakka Samflots um húsið okkar á Spáni. Við biðjum félaga að skoða þann póst vel því það er hægt að komast til Alicante á Spáni þar sem húsið er fyrir lítinn pening ef pantað er tímanlega.
Bestu kveðjur
f.h. orlofsnefndar Samflots
Guðbjörn Arngrímsson
Formaður