Hleð......

Gleðilegt orlofssumar.  

 

Nú er frágangur vegna sumarumsóknartímabilsins liðinn og í dag, 24. apríl opnaðist fyrir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Það þýðir að félagsmenn geta farið inn á orlofsvefinn og pantað sér hús, íbúð eða kort og hótelmiða og gengið frá pöntun og borgað strax.

Opnað verður fyrir helgarleigu í íbúðum á Reykjavíkursvæðinu en vikuleiga verður áfram í orlofshúsum.

Rétt er að benda á að ennþá eru laus tímabil í okkar flotta orlofshúsi á Torrevieja á Spáni og geta félagsmenn pantað beint á netinu í gegnum orlofsvefinn.

Orlofsnefnd Samflots óskar félagsmönnum aðlildafélaga Samflots gleðilegs sumars og vonar að það verði okkur öllum gott og afslappað.

f.h. orlofsnefndar  

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Upp