Hleð......

Baráttan um heilbrigðiskerfið

 

BSRB leggur mikla áherslu á að heilbrigðiskerfið sé rekið af hinu opinbera á réttlátan hátt fyrir skattfé landsmanna. Rannsóknir sýna að þar talar bandalagið fyrir hönd þorra þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Heilbrigðiskerfið hefur verið rekið á félagslegum grunni frá síðari hluta 20. aldarinnar. Almenn sátt hefur ríkt um það meðal almennings og stjórnmálamanna að kerfið sé fyrst og fremst fjármagnað með skattfé almennings og álögum á sjúklinga sé stillt í hóf. Í því felst líka að ríkið stýrir rekstri helstu eininga, til dæmis sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Íslenska kerfið er því að mörgu leyti svipað þeim kerfum sem byggð hafa verið upp á Norðurlöndunum og í Bretlandi, þó áherslumunur sé á milli landa.

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er sérfróður um íslenska heilbrigðiskerfið og hefur starfað mikið með BSRB í gegnum tíðina.

Sjá meira hér

 

Upp