Hleð......

Ár styttri vinnuviku, 2019

 

Á ári þar sem miklar og hraðar breytingar hafa orðið á verkalýðshreyfingunni og nýtt fólk tekið við víða hefur eitt staðið upp úr. Það er sú breiða samstaða sem náðst hefur hjá verkalýðshreyfingunni og hjá launafólki almennt um eitt af þeim stóru málum sem við hjá BSRB höfum barist fyrir árum saman.

Þegar BSRB fór fram með kröfur um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar skömmu eftir aldarmót var lítið hlustað. Síðan þá hafa ýmis augu opnast. Við höfum séð afleiðingarnar af miklu álagi í vinnunni. Við höfum séð hvernig langur vinnudagur bitnar á samskiptum við fjölskyldu og vini, starfsánægju og heilsu launafólks. Í dag er krafan um styttingu vinnuvikunnar orðin ein helsta krafa launafólks og flestir sem kynna sér málið átta sig á mikilvægi hennar.

Sjá meira hér

 

 

Upp