Hleð......

1. maí baráttudagur launafólks.

 

Í fyrsta skipti í nærri öld mun íslenskt launafólk ekki koma saman í kröfugöngu og ganga á baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi. Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir skemmtidagskrá í Sjónvarpinu að kvöldi 1. maí.

Kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir hefðbundna dagskrá þann 1. maí, enda samkomubann í gildi í landinu. Þetta verður því í fyrsta skipti síðan árið 1923 að íslenskt launafólk safnast ekki saman þennan dag til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Þess í stað munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40.

Stjórn Samflots óskar félagsmönnum aðildarfélaga Samflots til hamingju með daginn og hvetur þá til að fylgjast með dagskrá dagsins.

Hér má sjá 1. maí ávarp Sonju Þorbergsdóttur 

Til hamningu með daginn launafólk.

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður Samflots

Upp